Fréttir

6. júní 2016.
Nýverið birtist áhugavert viðtal í Morgunblaðinu við Hannes Lárusson um baðstofuna, og hversu merkilegt framlag hún er til þrívíðrar mótunar. Viðtalið má lesa með því að smella hér fyrir neðan:
Morgunblaðið 21. maí 2106

2. febrúar 2016.
Hér er góð grein með afar fallegum myndum frá Íslenska bænum. // Here is a great article with beautiful pictures from Turf House. “I spent way too much time looking in awe at all these old photos of long lost turf houses. It made me think of the old days when the major part of the Icelandic nation lived in turf houses, both rich and poor. And how this architectural heritage is disappearing.” Lesa pistilinn

20. janúar 2016.
Íslenski bærinn auglýsir eftir ljósmyndum sem teknar hafa verið inni í baðstofum á Íslandi. Þessar ljósmyndir geta til dæmis leynst í myndaalbúmum. Myndirnar verða notaðar við rannsóknir, uppsetningu sýninga og í bókaskrif. Þeir sem finna ljósmyndir geta haft samband við Hannes Lárusson í síma 694 8108 eða sent tölvupóst á islenskibaerinn@islenskibaerinn.is. Hannes ræddi um myndasöfnunina, og Íslenska bæinn almennt, í viðtali á Rás 1 föstudaginn 15. janúar. Hlusta á viðtalið

1. september 2015.
Mark Hay heimsótti Íslenska bæinn í sumar. Hann hreifst mjög af staðnum og skrifaði athyglisverða grein sem nálgast má hér:

Grein Marks beinir sjónum að hlýju og mýkt íslenska torfbæjarins sem við Íslendingar höfum í gegnum tíðina kallað „moldarkofana“ þrátt fyrir að hafa fóstrað menningu okkar og haldið í okkur lífi í gegnum aldirnar. Aðra útgáfu af greininni má sjá á vef slate.com:

7. apríl 2015.
Kristján Már Unnarsson á Stöð 2 heimsótti Íslenska bæinn og gerði þeirri heimsókn góð skil í þættinum “Um land allt”. Þáttinn má horfa á með því að smella tengilinn hér:
Um land allt

11. febrúar 2015.
Hannes og Kristín tóku í fyrrasumar á móti sjónvarpsfólkinu í Landanum. Það má horfa á þetta frábæra innslag með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

3. nóvember 2014.
Djöflaeyjan heimsótti Flóann fyrir skömmu og gerði þetta fína innslag: Djöflaeyjan: Íslenski bærinn að Austur-Meðalholtum.

16. október 2014
Bændablaðið kom í heimsókn og má lesa hina fínu umfjöllun þeirra um starfsemi Íslenska bæjarins á blaðsíðum 24 og 25: Bændablaðið á netinu

2. september 2014.
Íslenski bærinn hefur hafið starfsemi!
Góð opnun var haldin laugardaginn 30. ágúst 2014 á afar fallegum síðsumarsdegi. Mikill fjöldi fólks mætti á staðinn. Á þessari fyrstu sýningu í sýningarskálum Íslenska bæjarins er fegurð torfbæjanna í fyrirrúmi. Hundruð valina mynda eru til sýnis sem varpa skýru ljósi á viðfangsefnið.

31. ágúst 2014.
Formleg opnun Íslenska bæjarins fór fram í gær í afar góðu veðri, mikill fjöldi mætti á staðinn og var við opnun sýningarinnar, Íslenski bærinn – Fegurð og útsjónarsemi. Þessi sýning markar upphaf formlegrar starfsemi stofnunainnar sem verið hefur í uppbyggingu mörg undanfarin ár.

Beauty 10 - anmarks

11. júní 2014.
Víðsjá heimsótti nýverið alþjóðlega sumarháskólann Archaism, amnesia and anarchy in/of architecture sem LHÍ, safnafræði HÍ og Íslenski bærinn standa að ásamt fleirum. Innslagið má hlusta á hér og hefst á 40:33.

30. maí 2014.
Morgunblaðið tók hús á Hannesi og Kristínu og fjalla um þann sögulega fjársjóð sem þau varðveita. Greinina má nálgast hér: Islenski_baerinn-MBL_300514 (PDF).

15. maí 2014
Saga uppbyggingarinnar í máli og myndum ásamt bitastæðum atburðum og verkefnum framundan. Smellið á hanann hér fyrir neðan til að fræðast um uppbygginguna.

5. maí 2014
Hannes og Kristín tóku á dögunum á móti sjónvarpsfólkinu í Landanum. Það má horfa á þetta frábæra innslag með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

landinn

Hannes og Kristín í Landanum á RÚV 4. maí 2014

15. apríl 2014
Hér má sjá hvernig uppbyggingin hefur verið og framtíðaráætlanir.

30. mars 2014
Nú er stefnt að því að opna starfsemi Íslenska bæjarins/Turf House í lok maí/byrjun júní vorið 2014. Þrátt fyrir að staðurinn opni er gert ráð fyrir því að starfsemin muni ávalt vera í stöðugri þróun. . .