Fréttir

Málþing í sýngarskála Íslenska bæjarins að Austur-Meðalholtum í Flóahreppi

kl 13:00, Laugard. 9. mars

Laxabakki við Sog; verndun, endurbygging, nýting og framtíðarsýn

 Þegar hinn heimsfrægi finnski arkitekt Alvar Alto kom til landsins til þess að vera við opnun Norræna hússins (1969) heimsótti hann Laxabakka við Sog og lét þá þau orð falla, að Laxabakki væri fallegasta hús sem hann hefði séð á Íslandi. 

Húsið er hannað og byggt af Ósvaldi Knudsen kvikmyndagerðarmanni og málarameistara af miklu listfengi og alúð árið 1942. Byggingin, sem er sambland af torfbæ og timburhúsi, stendur föstum fótum í innlendri hefð en sker sig jafnframt úr sem mjög meðvitaður hönnunargripur með sterk höfundareinkenni, sem ná bæði til hússins sjálfs, innréttinga, húsmuna og umhverfis. Laxabakki er síðasti hlekkurinn í óslitinni ellefuhundruð ára byggingarsögu íslenska torfbæjarins og baðstofan þar er síðasta íslenska baðstofan sem er rétt smíðuð samkvæmt aldagamalli hefð. Byggingin er einnig í samræðu við ýmsar hræringar í samtímabyggingarlist og hönnun, m. a. eru allar innréttingar og húsgögn sérhönnuð og smíðuð fyrir húsið. Handverk, allt frá veggjahleðslu, trésmíði, útskurði (gerður af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara), húsgagnasmíði, innréttingum og málningarvinnu ber vott um afar fagleg vinnubrögð.
      Mjög hefur hallað á ógæfuhlið staðarins síðustu ár vegna mikillar vanrækslu og viðhaldsskorts og nú má ekki tæpara standa ef takast á að bjarga húsinu og endurreisa.

Íslenski bærinn, sem er núvernadi eigandi Laxabakka, ásamt hópi áhugamanna um varðveislu þessara einstöku húsa og uppbyggingu staðarins hefur um all langt skeið haft það markmið að gera Laxabakka að friðlandi, vin, dvalarstað og sýningarvettvangi þar sem náttúr- og menningarvernd, skapandi hugsun og vistmenning yrði höfð í fyrirrúmi.

Þessi hópur hefur enn ekki getað aðhafst í málinu vegna famgöngu óvinveittra nágranna; annars vegar Landverndar, og hins vegar Hérðsnefndar Árnessýslu. En þessir aðilar hafa í sameiningu algerlega lagst gegn björgun og eðlilegri uppbyggingu þessarar einstöku bygginarsögulegu perlu, og bera í raun ábyrgð á níðurníðslu og eyðileggingu Laxabakka, sem skelfur nú eins og hrísla í vindi á grafarbakkanbum.

    Á málþinginu munu helstu sérfræðingar landsins innan byggingalistar, hönnunar, myndlistar, handverks og minjaverndar, náttúruverndar og landslagsarkitektúrs flytja stutt erindi.

  • Staðbundin- og vistvæn bygginagrlist.
  • Saga hússins rakin og sagt frá sérkennum þess hvað varðar handverk og hönnun í máli og myndum.
  • Húsið og svæðið greint frá byggingarsögulegu sjónarmiði.
  • Samþættingu mannvirkis og umhveris.
  • Minjagildi og menningarsögulegt samhengi.
  • Sagt verður frá fyrirliggjandi áformum um uppbyggingu og framtíðarsýn um nýtingu Laxabakka.
  • Dregin verður upp mynd af því neyðarástandi sem nú hefur skapast og þeirri gíslingu sem þessum einstöku menningarverðmætum er haldið í um þessar mundir.
  • Menningarvernd vs náttúruvernd. Fordæmisgildi og Framtíðarhorfur.

Nánari dagskrá málþingsins verður birt á FB-síðu verkefnisins: Laxabakki – Fallegasta hús á Íslandi

Eyjólfur Eyjólfsson tenór flytur lagið Sveitin milli sanda, eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, en sú söngperla var samin að frumkvæði Ósvaldar Knudsen, upphaflegum eiganda og hönnuði Laxabakka.

Fyrirspurnir og umræður.

Gert er ráð fyrir að dágskránni verði lokið 15:30 og gefst þá gestum kostur á að skoða Laxabakka, húsin og hið fallega landsvæði sem þeim tilheyrir.

Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir, pönnukökur, kleinur og kaffi gegn frjálsum framlögum.   

 

 

 

 

6. júní 2016.
Nýverið birtist áhugavert viðtal í Morgunblaðinu við Hannes Lárusson um baðstofuna, og hversu merkilegt framlag hún er til þrívíðrar mótunar. Viðtalið má lesa með því að smella hér fyrir neðan:
Morgunblaðið 21. maí 2106

2. febrúar 2016.
Hér er góð grein með afar fallegum myndum frá Íslenska bænum. // Here is a great article with beautiful pictures from Turf House. “I spent way too much time looking in awe at all these old photos of long lost turf houses. It made me think of the old days when the major part of the Icelandic nation lived in turf houses, both rich and poor. And how this architectural heritage is disappearing.” Lesa pistilinn

20. janúar 2016.
Íslenski bærinn auglýsir eftir ljósmyndum sem teknar hafa verið inni í baðstofum á Íslandi. Þessar ljósmyndir geta til dæmis leynst í myndaalbúmum. Myndirnar verða notaðar við rannsóknir, uppsetningu sýninga og í bókaskrif. Þeir sem finna ljósmyndir geta haft samband við Hannes Lárusson í síma 694 8108 eða sent tölvupóst á islenskibaerinn@islenskibaerinn.is. Hannes ræddi um myndasöfnunina, og Íslenska bæinn almennt, í viðtali á Rás 1 föstudaginn 15. janúar. Hlusta á viðtalið

1. september 2015.
Mark Hay heimsótti Íslenska bæinn í sumar. Hann hreifst mjög af staðnum og skrifaði athyglisverða grein sem nálgast má hér:

Grein Marks beinir sjónum að hlýju og mýkt íslenska torfbæjarins sem við Íslendingar höfum í gegnum tíðina kallað „moldarkofana“ þrátt fyrir að hafa fóstrað menningu okkar og haldið í okkur lífi í gegnum aldirnar. Aðra útgáfu af greininni má sjá á vef slate.com:

7. apríl 2015.
Kristján Már Unnarsson á Stöð 2 heimsótti Íslenska bæinn og gerði þeirri heimsókn góð skil í þættinum “Um land allt”. Þáttinn má horfa á með því að smella tengilinn hér:
Um land allt

11. febrúar 2015.
Hannes og Kristín tóku í fyrrasumar á móti sjónvarpsfólkinu í Landanum. Það má horfa á þetta frábæra innslag með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

3. nóvember 2014.
Djöflaeyjan heimsótti Flóann fyrir skömmu og gerði þetta fína innslag: Djöflaeyjan: Íslenski bærinn að Austur-Meðalholtum.

16. október 2014
Bændablaðið kom í heimsókn og má lesa hina fínu umfjöllun þeirra um starfsemi Íslenska bæjarins á blaðsíðum 24 og 25: Bændablaðið á netinu

2. september 2014.
Íslenski bærinn hefur hafið starfsemi!
Góð opnun var haldin laugardaginn 30. ágúst 2014 á afar fallegum síðsumarsdegi. Mikill fjöldi fólks mætti á staðinn. Á þessari fyrstu sýningu í sýningarskálum Íslenska bæjarins er fegurð torfbæjanna í fyrirrúmi. Hundruð valina mynda eru til sýnis sem varpa skýru ljósi á viðfangsefnið.

31. ágúst 2014.
Formleg opnun Íslenska bæjarins fór fram í gær í afar góðu veðri, mikill fjöldi mætti á staðinn og var við opnun sýningarinnar, Íslenski bærinn – Fegurð og útsjónarsemi. Þessi sýning markar upphaf formlegrar starfsemi stofnunainnar sem verið hefur í uppbyggingu mörg undanfarin ár.

Beauty 10 - anmarks

11. júní 2014.
Víðsjá heimsótti nýverið alþjóðlega sumarháskólann Archaism, amnesia and anarchy in/of architecture sem LHÍ, safnafræði HÍ og Íslenski bærinn standa að ásamt fleirum. Innslagið má hlusta á hér og hefst á 40:33.

30. maí 2014.
Morgunblaðið tók hús á Hannesi og Kristínu og fjalla um þann sögulega fjársjóð sem þau varðveita. Greinina má nálgast hér: Islenski_baerinn-MBL_300514 (PDF).

15. maí 2014
Saga uppbyggingarinnar í máli og myndum ásamt bitastæðum atburðum og verkefnum framundan. Smellið á hanann hér fyrir neðan til að fræðast um uppbygginguna.

5. maí 2014
Hannes og Kristín tóku á dögunum á móti sjónvarpsfólkinu í Landanum. Það má horfa á þetta frábæra innslag með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

landinn

Hannes og Kristín í Landanum á RÚV 4. maí 2014

15. apríl 2014
Hér má sjá hvernig uppbyggingin hefur verið og framtíðaráætlanir.

30. mars 2014
Nú er stefnt að því að opna starfsemi Íslenska bæjarins/Turf House í lok maí/byrjun júní vorið 2014. Þrátt fyrir að staðurinn opni er gert ráð fyrir því að starfsemin muni ávalt vera í stöðugri þróun. . .