Sýningarskálinn

 

Meginumgjörð starfseminnar er nýbyggður skáli þar sem flestum vistvænum þáttum er haldið til haga, jafnt í notkun byggingarefna, mótun rýma og aðlögun að staðháttum. Orka er unnin úr jörðu og vindi með hjálp varmadælu og svipmikillar Gorlov-vindmyllu, og viðarofnar eru viðbótar hitagjafar í helstu salarkynnum. Þegar landnámshænur spígspora ekki um hlaðið hafast þær við í nýbyggðu hænsnahúsi og bogadregnu torfgerði í jaðri trjálundar norðan við skálann.

Sýningarskáli copyHliðstæður

 

Salur