Kaffihúsið

Vöðlakot er kaffihús Íslenska bæjarins. Vöðlakot er lítið og fallegt timburhús af ætt húsa sem marka síðasta þróunarstig torfbæjararfsins á Suðurlandi. Í blómagarðinum við Vöðlakot má greina plöntur frá fyrstu áratugum garðræktar hérlendis, venusvagn, ramfang, silfurhnapp, næturfjólu og dagstjörnu.

Vöðlakot.27.jan.17

Vöðlakot.júlí.16

 

Vöðlakot.sumar.16

Kaffihúsið opnar með hækkandi sól og verður þá opið á hefðbundnum opnunartímum safnins. Í Kaffi Vöðlakoti verður boðið upp á þjóðlegt,  einfalt og hollt kaffibrauð.  Hægt er að taka á móti hópum í kaffi og kleinur/pönnukökur í vetur ef pantað er með smá fyrirvara.

Skilti

Kleinur