Hleðsluskólinn

Hleðsluskólinn

Sérnámskeið dagana 17-19. júní 2022. 

🏛 🌴 🦉

Á námskeiðinu verður farið yfir uppbyggingu veggja og húsþaka þar sem torf, grjót og mold er aðal efniviðurinn. Helstu hleðsluaðferðir verða útskýrðar og prófaðar. Einnig verða megingerðir torfstungu og ristu framkvæmdar með hefðbundnum verkfærum. Grundvallar atriði í grjóthleðslu verða einnig skoðað. Jafnframt verður leitast við að veita innsýn í hugmyndafræði og fagurfræði íslenskra torfbygginga stutt ítarlegum powerpoint fyrirlestri um íslenskan torfbæjararf.

Námskeiðið hefst upp úr hádegi 17. júní og  stendur síðan frá 10:00 til 18:00 hina dagana tvo.  Meginhluti námskeiðanna fer fram á torfbænum að Austur-Meðalholtum í Flóahreppi og í nágrenni hans. Námskeiðsgjald er að þessu sinni aðeins 12.000kr.  🐝 🌞

Hádegismatur og kaffi innifalið í gjaldi. Nauðsynleg verkfæri eru á staðnum. Gisting möguleg í torfbænum eða tjaldi, eldunaraðstaða og/eða sameiginlegur kvöldmatur.Þátttakendur skulu hafa með sér hlífðarfatnað, stígvél og vinnuhanska.

Upplýsingar og skráning: s. 694 8108 / 696 5046 islenskibaerinn@gmail.com

***** ***** *****

Hleðsluskólinn og Íslenski bærinn standa reglulega  fyrir fjölbreyttum námskeiðum í íslenskri hleðslutækni. Meginhluti námskeiðanna fer fram á torfbænum að Austur-Meðalholtum í Flóa og í nágrenni hans, Þessi námskeið eru ýmist auglýst sérstaklega eða sérsniðin fyrir tiltekna hópa og fra að öllu jöfnu fram í maí/júni eða sept/okt.  Á námskeiðunum er aðal áherslan á hefðbundið íslenskt hleðsluhandverk og notkun hefðbundinna verkfæra, einnig er hugmyndafræði torfbygginga krufin og hugað að fagurfræðilegum sérkennum. Í húsakynnum Íslenska bæjarins er yfirgripsmikil sýning um íslenskan torfbæjar arf og þar er einnig að finna stórt safn torfskurðar- og torfstunguverkfæra.

Fleirri hleðslunámskeið verða á dagskrá, dagsetningar tilkynntar seinna.

 

Verkfæri copy 2


Myndlistarnámskeið

Myndlistarnámskeið fyrir börn og fullorða verður haldið dagana 13 – 16. júní, 2022 hjá Íslenska bænum í Austur-Meðalholtum í Flóahreppi. Um verður að ræða þriggja tíma kennslu daglega ýmist 9-12 eða 13-16. 

Í gegnum virka þátttöku og frelsi til eigin uppgötvana verða notaðar aðferðir og eiginleikar myndlistar með áherslu á hefðbundna teikningu, mótun, myndbyggingu og myndgreiningu. Viðfangsefni verða sótt í náttúruna, myndheim samtímans, torfbæinn og verkmenningu fyrri tíma. Á námskeiðinu nálgast nemendurnir viðfangsefnin út frá sjónarhorni myndlistarinnar. Farið verður yfir vítt svið sjónlista; jöfnum höndum tvívíða og þrívíða myndgerð og tjáningu, umhverfisskynjun, listsögulegar vísanir, myndlestur og skoðun á samtímalist. Þeim verður gefið rými fyrir tilraunamennsku, samræðu, leik og heimspekilegar vangaveltur.

Markmið  námskeiðisins er að nemandinn kynnist ólíkum aðferðum við listsköpun, öðlist aukið öryggi og færni í teiknilist og lifandi áhuga á nærumhverfi sínu og menningu.

Kennarar eru Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir og Hannes Lárusson og sem bæði hafa langan myndlistarferil að baki og mikla reynsu af myndlistarkennslu á öllum skólastigum. Einnig munu landsþekktir myndlistarmenn/hönnuðir koma ó heimsókn með innlegg.  Verð 28.000

Aðsetur íslenska bæjarins er að Austur-Meðalholtum í Flóahreppi, 60 km frá miðbæ Reykjavíkur, 7 km fyrir sunnan Selfoss.

Frekari upplýsingar og skráning í símum 6965046 og 7768708 islenskibaerinn@gmail.com

 

Sumarháskólinn 

Hleðslugerðir

Mýrin

Torfverkfæri